Um Hollvini


Um Hollvini

Upphaf Hollvina

Hollvinasamtök SAk voru stofnuð fimmtudaginn 12. desember 2013 en þá voru 60 ár liðin frá upphafi starfseminnar í Eyrarlandsholti. Fyrstu sjúklingarnir lögðust inn á sjúkrahúsið í Eyrarlandsholti þann 15. desember 1953.


Bjarni Jónasson þáverandi forstjóri SAk hafði gengið með þann draum að við þessi tímamót yrðu stofnuð hollvinasamtök sjúkrahússins þar sem að árum saman hafði verið rætt um að stofna slík samtök. Eftir mánaðarlanga legu Stefáns Gunnlaugssonar athafnamanns, oft kenndur við Bautann á Akureyri, gekk hann á fund Bjarna og spurði hvort það væri ekki eitthvað sem hann gæti gert fyrir sjúkrahúsið. Úr varð að hann stofnaði Hollvinasamtök SAk ásamt Þorvaldi Lúðvík Sigurjónssyni, Jóni Birgi Guðmundssyni og Bjarna forstjóra.


Fyrstu stjórn Hollvina SAk skipuðu:

  • Jóhannes G. Bjarnason, formaður
  • Erla Björg Guðmundsdóttir
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jóhann Sigurðsson
  • Kristín Sigfúsdóttir
  • Kristjana Skúladóttir
  • Sigurður E. Sigurðsson
  • Stefán Gunnlaugsson
  • Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson



Þegar samtökin voru stofnuð höfðu þá þegar 200 manns gengið í samtökin. Fyrsta verkefni samtakanna var að endurnýja sjúkrarúm legudeilda sjúkrahússins og vert er að nefna að öll gömlu rúmin voru send til áframhaldandi notkunar til Afríku.


Hér má sjá frétt sem birtist um stofnun samtakanna í Morgunblaðinu (14. desember 2013).


Stjórn Hollvina 2023 - 25024


Jóhannes G. Bjarnason

Formaður

Jóhann Rúnar Sigurðsson

Varaformaður

Hermann Haraldsson

Gjaldkeri

Kristín Sigfúsdóttir

Gjaldkeri

Arnar Árnason

Meðstjórnandi

Bjarni Bjarnason

Meðstjórnandi

Bjarni Jónasson

Meðstjórnandi

Bragi V. Bergmann

Meðstjórnandi

Guðný Sverrisdóttir

Meðstjórnandi

Oddur Helgi Halldórsson

Meðstjórnandi

Erla Björg Guðmundsdóttir Valgerðardóttir

Varamaður

Share by: